Heim

Gisting á Akranesi - Apartment guesthouse in Akranes

Heimilisleg gisting á Akranesi

Njóttu allra þæginda heimilisins að heiman. Heimagisting er öðruvísi.

Teigur heimagisting er rólegur og þægilegur gistimöguleiki á góðum stað. Hægt er að leigja alla hæðina eða stök herbergi. Öll rúm eru uppábúin. Eldhúsið er fullbúið öllum helstu tækjum, svo sem uppþvottavél, eldavél og örbylgjuofni. Aðgengi er að þvottavél og þurrkara. Þráðlaust netsamband fylgir. Íbúðin er á jarðhæð og með sér inngangi. Stór afgirtur garður með sandkassa og útileikföngum veitir öruggt umhverfi fyrir börn á meðan fullorðnir geta notið rólegs umhverfis á stórum sólpalli.

Lestu umsagnir gesta okkar á www.booking.com 

Helstu punktar um íbúðina

  • Staðsett rétt hjá miðbænum á rólegum stað í fallegu og gömlu hverfi.
  • 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og 30 mín. í Borgarnes.
  • Heil jarðhæð með sér inngangi. Svefnpláss fyrir 4-7.
  • Eitt herbergi með hjónarúmi. Eitt herbergi með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman. Hægt er að fá aukarúm og barnaferðarúm.
  • Ein stofa með sjónvarpi, DVD og þægilegum svefnsófa þar sem tveir geta sofið.
  • Fullbúið eldhús með uppþvottavél.
  • Baðherbergi með rúmgóðri sturtu.
  • Þráðlaust háhraða Internet samband innifalið.
  • Afgirtur, stór sólpallur og garður. Frábær og öruggur staður fyrir börn.
  • Aðgengi að þvottavél og þurrkara ef óskað er.

 Nánar um íbúðina hér