Leigureglur

Greiða skal staðfestingargjald sem er 20% af leiguverði. Staðfestingargjald verður að hafa borist 24 klukkustundum eftir bókun. Annars er álitið að hætt hafi verið við bókun. Ef hætt er við leigu innan 14 daga áður en leiga hefst, þá fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt.
Eftirstöðvar af leigu (80%) skulu vera að fullu greiddar a.m.k. 14 dögum fyrir komudag.

Komutími er kl. 16 á upphafsdegi dvalar. Þó er hægt að fá að komast fyrr inn í íbúðina ef hún er ekki í útleigu nóttina áður. Gestir skulu yfirgefa íbúðina ekki síðar en kl. 12 á hádegi brottfarardags.

Leigutaki ber fulla ábyrgð á tjóni sem sem kann að verða á íbúðinni eða innbúi hennar á meðan á dvölinni stendur og skuldbindur sig til að greiða að fullu tjón sem kann að verða. Leigutaki skal láta vita ef eitthvað bilar eða brotnar.

Leigutaki skal ekki vera yngri en 25 ára og skal hann sjálfur vera gestur í íbúðinni á meðan á leigu stendur, nema sérstaklega sé um annað samið.

Umgengnisreglur

Umgengnisreglurnar okkar eru einfaldar.

Vinsamlegast athugið að íbúðin okkar er heimili en ekki hótel. Við biðjum leigjendur því vinsamlegast að ganga um íbúðina eins og þeir vilja sjálfir koma að henni.

Reykingar eru ekki leyfðar innandyra. Leyfilegt er að reykja utandyra á pallinum og í garðinum, en fólk er beðið um að taka með sér ílát undir stubba og ösku.

Gæludýr eru ekki leyfð í íbúðinni.