Um okkur

Við hjóninSigrún er dagmóðir og Gummi er bifvélavirki. Heimagistingin er aukabúgrein sem við rekum á neðri hæðinni. Við leggjum metnað okkar í að þér líði sem allra best á meðan dvölinni stendur og við komum fram við þig eins og gest á okkar heimili. Við höfum sjálf gaman af að ferðast og kynnast nýjum stöðum og fólki.

Við erum bæði fædd og uppalin á Akranesi og erum stolt af okkar heimabæ. Við kunnum sögu bæjarins vel og getum bent þér á hina ýmsu staði sem gaman er að skoða.

Við hlökkum til að fá þig í heimsókn!

Teigur heimagisting
Háteigi 1
300 Akranes
Sími 431 2900 | GSM 861 9901

Heimsæktu okkur á Facebook