Íbúðin
Myndir eru hér neðar á síðunni
Íbúðin er 90 fermetra heil jarðhæð í gömlu og virðulegu steinhúsi. Sér inngangur. Tvö rúmgóð svefnherbergi og stofa. Rúmgott hol er í miðjunni. Anddyri, herbergi, eldhús og baðherbergi eru í kringum holið. Stór sólpallur er afgirtur. Stór afgirtur garður með sandkassa.
Herbergi og rúm
Tvö svefnherbergi, eitt með tvöföldu rúmi og annað með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að draga saman ef fólk vill. Þægilegur svefnsófi í stofunni rúmar tvo fullorðna. Rúm koma uppábúin. Hankdlæði fylgja. Hægt er að fá barna-ferðarúm sé þess óskað.
Eldhús
160 cm hár ísskápur með frystihólfi
Eldavél með fjórum hellum og bakarofni
Örbylgjuofn
Uppvöskunarvél
Kaffivélar, ein til uppáhellingar og ein Senseo vél fyrir kaffipúða
Borðbúnaður og tuskur
Lítið morgunverðarborð – stærra borð er í holinu
Baðherbergi
Baðherbergið er nýuppgert í nútímalegum stíl. Rúmgóð sturta og handklæðaofn. Handklæði eru inni á herbergjum og á baðherberginu.
Internet
Þráðlaus háhraða Internet aðgangur fylgir með í leigunni (30 mbit/sek)
Þvottahús
Hægt er að fá aðgang að þvottavél og þurrkara ef þess er óskað. Þvottasnúrur eru í garðinum baka til.
Myndir








