Staðsetning

Teigur heimagisting er á Neðri-Skaga, beint á móti Bíóhöllinni.

Akranes heilsar með hringtorgi við verslunarkjarna. Af hringtorginu er fyrsti malbikaði afleggjari tekinn inn á Kalmansbraut og ekið framhjá taldstæðinu og Olís. Ekið er rakleiðis áfram, beint í gegnum lítið hringtorg sem er af bæjarbúum oft kallað “spæleggið”. Áfram er haldið beint í gegnum einu umferðarljós bæjarins. Hinu megin við ljósin heitir gatan Kirkjubraut. Akið hana rakleiðis beint áfram. Stuttu eftir að komið er að kirkjunni er komið að enda Kirkjubrautar á T-gatnamótum. Þar er beygt til vinstri inn á Vesturgötu. Haldið áfram þar til þið sjáið Bíóhöllina á hægri hönd. Þar er Teigur heimagisting í gráu, steinuðu húsi beint á móti bíóinu. Bílastæðið er Vesturgötu megin en það er líka hægt að leggja inni á Háteig.

Smelltu á kortið til að sjá það í fullri stærð.

kort2